Umsagnir frá rithöfundum

 

Rithöfundur - Guðjón Ari Logason

,,LEÓ Bókaútgáfa og starfsfólk hennar eiga þátt í því að líf mitt í dag verður betra og betra með hverjum degi. Ólíver tók strax vel í hugmyndina að Náðu árangri – í námi og lífi. Ég er og verð LEÓ ævinlega þakklátur.“

Guðjón Ari Logason

Náðu árangri – í námi og lífi

Rithöfundur - Garibaldi

,,LEÓ Bókaútgáfa hefur tekið mér opnum örmum og verið afskaplega hvetjandi í samskiptum um bækurnar sem ég er með. Það var mér mikið fagnaðarefni að þessir dugmiklu drengir skyldu taka ljóðabók mína helgustur til útgáfu og hafa þeir staðið sig afar vel í útgáfunni á þessum erfiðu tímum. Hugmynd þeirra um að fara í upplestrarferð þegar aðstæður leyfa á næsta ári falla mér mjög vel í geð. Þeir hafa líka verið uppörvandi, hugmyndaríkir og skapandi í viðbrögðum við næstu bók minni, Drauminn dvelur, sem áætlað er að komi út eftir rúmt ár. Ég hlakka mjög til frekara samstarfs við þetta nýja og kraftmikla forlag.“

Garibaldi

helgustur

,,LEÓ Bókaútgáfa mun alltaf eiga stóran stað í hjarta mér – Tækifærið sem þau gáfu mér og trúin sem þau höfðu á mér hefur opnað fyrir mér margar nýjar dyr og ég verð ævinlega þakklát – ekki skemmir hversu ótrúlega frábærir og klárir reynsluboltar starfa þarna sem hafa leiðbeint mér og kennt mér svo margt.“

Inga Kristjáns

ILLVERK

,,Það er  mér mikill heiður að fá að vinna með LEÓ Bókaútgáfu. Þau hjá LEÓ tóku á móti mér með svo jákvæðu viðmóti að ég vissi strax að ég var á réttum stað með bókina mína. Ég fékk að taka þátt í öllum ákvörðunum varðandi hönnun bókarinnar, sem gerði útkomuna enn skemmtilegri og persónulegri. Fyrirtækið býr yfir þessari fjölskyldustemmningu, allir eru tilbúnir að hjálpa og hlusta á skoðanir hvors annars. Samstarfið hefur alltaf byggst á trausti og frábærum samskiptum. Sem nýr höfundur hefur samstarfið við LEÓ skapað tækifæri sem mig hafði aldrei órað fyrir og ég verð þeim ævinlega þakklát.“

Rakel Þórhallsdóttir

Martröð í Hafnarfirði