Afgreiðslutími er að jafnaði 2-7 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Allar okkar sendingar eru sendar með Póstinum og fer afhendingartími alfarið eftir önnum hjá þeim. Á tímum Covid-19 má búast við einhverri töf en við bendum á heimasíðu Póstsins þar sem má finna algengar spurningar varðandi sendingar: https://posturinn.is/einstaklingar/algengar-spurningar/

Að svo stöddu sendum við einungis innanlands.

Ekki er hægt að hætta við pöntun sem hefur verið póstlögð. Til að komast að því hvort pöntun hafi verið póstlögð geturðu sent póst á leobokautgafa@leobokautgafa.is. Kaupandi hefur svo rétt til að skila bókum sem keyptar eru á vefsíðunni og er skilafrestur 30 dagar.

Ef varan þín hefur ekki borist þér innan tilsetts tíma hvetjum við þig til að senda póst á leobokautgafa@leobokautgafa.is og láta pöntunarnúmerið, sem þú fékkst í pósti eftir kaupin, fylgja með.

Já. Kaupandi hefur rétt til að skila bókum sem keyptar eru á vefsíðunni ef þær eru í sama ástandi og þegar þær voru afhentar kaupanda. Skilafrestur er 30 dagar og þarf kvittun að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Kaupandi getur fengið innleggsnótu í stað þeirrar vöru sem hann keypti, nema um sérstakt tilvik sé að ræða, svo sem galla á vöru.

Já. Ef um gallaða vöru er að ræða er hægt að senda tölvupóst á netfangið leobokautgafa@leobokautgafa.is og fá endurgreitt.

Ef þú valdir að Sækja á lager, skal sækja pöntunina í Heiðarhjalla 26, 200 Kópavogi. Hringja þarf á undan sér í síma 892-8931.

Já. Við bjóðum upp á að greiða fyrir vörur með Netgíró eða Pei.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila.

Það er misjafnt og fer alfarið eftir lengt handrits, en búast má við að yfirferð taki allt að tvær vikur. Ný handrit fara í ferli og eru lesin yfir í þeirri röð sem þau berast. Eftir að handrit hefur verið lesið yfir verður haft samband við þig.