Verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skilað og skipt

Kaupandi hefur rétt til að skila bókum sem keyptar eru á vefsíðunni ef þær eru í sama ástandi og þegar þær voru afhentar kaupanda. Skilafrestur er 30 dagar og þarf kvittun að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Kaupandi getur fengið innleggsnótu í stað þeirrar vöru sem hann keypti, nema um sérstakt tilvik sé að ræða, svo sem galla á vöru. Ef svo er, skal hafa samband við leobokautgafa@leobokautgafa.is

Það verð sem er á vefsíðunni gildir hverju sinni sem andvirði þess sem skilað er.

Greiðslumáti

Í vefverslun er hægt að greiða fyrir vörur með kredit- eða debetkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Einnig er hægt að greiða fyrir vörur með Netgíró, Pei og Aur

Pantanir

Pöntunin er afgreidd þegar staðfesting á millifærslu greiðslu hefur borist. Þegar greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.
Afgreiðslutími er að jafnaði 2-7 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Kaupandi getur valið að sækja vörur á lager LEÓ Bókaútgáfu, en annars er varan send til kaupanda í pósti.  
Burðargjaldið fylgir verðskrá Íslandspósts.
Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila.

Allir sem versla hjá LEÓ Bókaútgáfu verða skráðir sjálfkrafa á póstlista LEÓ.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.