Um LEÓ Bókaútgáfu

LEÓ bókaútgáfa var stofnuð árið 2020.
Við hjá LEÓ viljum gefa nýjum höfundum enn betra aðgengi að útgáfum. Eigendur LEÓ eru ekki ókunnugir hindrunum í heimi rithöfunda og því er mikið lagt upp úr góðu aðgengi og nánu samstarfi við alla þá sem vilja gefa út sína bók.

Gildi LEÓ Bókaútgáfu

Við erum bókaútgáfa sem leggur áherslu á fjölbreytileika, hvort sem hann snýr að bókaflokkum eða höfundum. Við viljum koma nýjum höfundum á framfæri og jafnframt viðhalda bókalestri. Við leggjum mikið upp úr nánu samstarfi við okkar höfunda og veitum öllum þeim sem koma að okkar starfi með einum eða öðrum hætti framúrskarandi þjónustu.

STARFSFÓLK

Ólíver Þorsteinsson
Útgáfustjóri

Richard Vilhelm Andersen
Kerfisstjóri

Kristinn Rúnar Kristinsson
Ritstjóri

Árdís Elfa Óskarsdóttir
Markaðsstjóri

Henrik Chadwick Hlynsson
Markaðsfulltrúi