helgustur fjallar um ævi manns sem lendir á glapstigum sem barn og er sendur í sveit á nokkra bæi þar sem margvíslegt ofbeldi er allsráðandi. Kynferðisofbeldið brenglar hugmyndir hans um tengsl kynjanna og lífið almennt eru allbrenglaðar.
Þegar hann kemur aftur til borgarinnar reynir hann t.d. að nauðga móður sinni. Hann ræður sig á sjóinn og hjálpar bróður sínum um pláss á bátnum. Fer þó svo að maðurinn fellur útbyrðis og deyr fyrir framan augun á bróður sínum. Eru lýsingar á þessum afdrifaríku atburðum óvægnar og á stundum mikilfenglegar.
helgustur er áfellisdómur yfir vistheimilakerfinu, þar sem börn voru látin dvelja sem allra lengst frá ástvinum og fjölskyldum árum saman án nokkurra flóttaleiða. Ofbeldið var fjölbreytilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Þetta ofbeldisfulla vistheimilakerfi hefur getið af sér heilar kynslóðir sem hafa beðið mikinn skaða á sál og líkama. Mörg þessara fyrrum vistheimilabarna hafa því miður fallið fyrir eigin hendi.