Afstaða tveggja póla dregur hugann, efnið. Þessi sveifla, þetta ferðalag vitundar sem skapar efnið. Hún er allsstaðar, sveiflan, þjáningin.
Í þessari litlu bók fer ónafngreindur höfundur í gegnum eigin skilgreiningu á samspili efnis og anda. Þar eftir hefst sagan um leið hinnar þjökuðu vitundar úr viðjum efnishyggjunnar yfir í ljósið.
Bókin er gefin út í nafnleysi og mun allur ágóði höfundar renna í rannsóknarsjóð AHC samtakanna á Íslandi.