Líf Jóns Péturs snýst á hvolf þegar Gunnar, besti vinur hans, hverfur skyndilega eftir afmæli Lalla. Það sem verra er, Jón Pétur er viss um að hvarfið sé honum að kenna. Af hverju finnur hann enn til í fætinum, ári eftir að varúlfurinn beit hann? Af hverju finnur hann þessa undarlegu lykt alls staðar? Gæti verið að Jón Pétur sé að breytast í varúlf? Á sama tíma flytur ný stelpa í hverfið og undarleg atburðarás fer af stað sem Jón Pétur hefur enga stjórn á. Hvað er að gerast í hverfinu í Hafnarfirði?
Martröð í hverfinu
4,790 kr.
Höfundur: Rakel Þórhallsdóttir