Fjóla er fimm ára glöð og kát stelpa sem í þessari fræðandi og skýru bók segir á jákvæðan hátt frá lífinu með ofnæmi. Hún kennir börnum að þekkja einkenni ofnæmiskasts og hvernig skal bregðast við ef ofnæmisviðbrögð gera vart við sig. Hún segir frá lífinu í leikskólanum, þegar hún fer í afmæli og til ofnæmislæknis. Fjóla segir frá því hvað hún getur gert sjálf til þess að minnka líkurnar á því að fá ofnæmiskast og fjallar hún einnig um bráðaofnæmi og EPI penna.
Í bókinni er farið yfir ráð sem börn með ofnæmi geta tileinkað sér til að passa upp á sig sjálf til þess að ofnæmið hái þeim sem minnst í daglegu lífi.