,,Einu sinni hitti mús dreka, drekinn var góður og ætlaði ekki að borða músina, ætlaði að setja hana á bakið og ætlaði að breyta músinni í dreka.‘‘ – Gunnar Elís, höfundur.
Músin litla átti sér eina ósk heitasta, að verða stór svo hún gæti allt eins og stóru dýrin. Einn daginn rættist ósk hennar og hún hóf að gera allt það sem hana hafði langað til, en komst fljótt að því að stærðin er ekki allt.