Einar Steinn Valgarðsson
Einar Steinn Valgarðsson er BA í ensku frá Háskóla Íslands og stúdent frá nýmálabraut Menntaskólans í Reykjavík. Hann er sjálfstætt starfandi þýðandi og hefur þýtt úr ensku, dönsku, sænsku og þýsku. Þýðingar hans á ljóðum og greinum hafa m.a. birst í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, á Vísi og í Frjálsri Palestínu. Hann hefur einnig fengist við ritstjórnarstörf, skrifað greinar og tekið viðtöl. Meðal ljóðskálda sem Einar hefur þýtt eru Mazen Maarouf, Mourid Barghouti, Yehuda Amichai og Taha Muhammad Ali. Myndasagan Þetta verður langt líf eftir StineStregen kom út árið 2021 hjá Leó Bókaútgáfu í þýðingu Einars og sama ár kom skáldsagan Skuggi ástarinnar eftir Mehmed Uzun út hjá Uglu útgáfu í þýðingu hans. Einar þýddi einnig ritgerð eftir Uzun, „Harm aðskilnaðarins“, sem birtist í febrúarhefti Timarits Máls og Menningar árið 2021.