Eiríkur P. Jörundsson

Eiríkur er sagnfræðingur að mennt og hefur hingað til unnið stærstan hluta starfsævi sinnar við söfn og sýningar. Árið 2016 lauk hann við söguritið Þar sem land og haf haldast í hendur – Súðavíkurhreppur að fornu og nýju. Þremur árum síðar hlaut Eiríkur glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Hefndarenglar. Og enn þremur árum síðar lítur dagsins ljós nýja bókin Heitt hjarta og illt. Höfundur hefur mikinn áhuga á sögunni en ekki síður ósögðu og duldu sögunni innan í útgáfunni sem allir telja sig þekkja. Fyrir rúmu ári síðan ákvað hann að láta loksins gamlan draum rætast og helga sig alfarið skapandi skrifum og öðrum sérverkefnum sem tengjast miðlun og sýningagerð.

Bækur eftir höfund