Alvarleg umferðarslys eru þurftafrek heilbrigðisvandamál sem kosta mikla fjármuni. Fyrirsagnir fjölmiðla af alvarlegum umferðarslysum eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Harður árekstur, lítil meiðsl. Er það virkilega svo?
Nýrri tilvist eftir fyrirvaralaust og óafturkræft líkamstjón fylgja sorg og sárar tilfinningar, óheyrilegt álag og yfirþyrmandi streita.
Í bókinni segir höfundur frá tveimur alvarlegum umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Sorg sinni og sigrum.